Elja kammersveit heldur áramótatónleika í Norðurljósum sunnudagskvöldið 2. janúar. Meðal verka á efnisskránni er harmónikkukonsert Finns Karlssonar sem í flutningi Elju hlaut verðlaunin „verk ársins“ í flokki sígildrar- og samtímatónlistar á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2020.
Efnisskráin er eftirfarandi:
Caroline Shaw: Entr’acte
Finnur Karlsson: Harmónikukonsert
Johannes Brahms: Sinfónía nr. 1 í c-moll
Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/12530/aramotatonleikar-elju/