Elja heldur sína klassísku sumartónleika í Iðnó í ár, þar sem flutt verður fjölbreytt efnisskrá verka í klassískum stíl í bland við samtímatónlist og þjóðlagaskotið popp. Á tónleikunum verða flutt verk eftir bæði íslensk og erlend tónskáld en sérstakur gestur á tónleikun er tónlistarkonan Ásta. Á tónleikunum mun hún flytja eigin lög af væntanlegri breiðskífu sem hafa verið sérstaklega útsett fyrir Elju.
Efnisskráin er eftirfarandi:
Pauline Oliveros - Sonic Meditations
Missy Mazzoli - Ecstatic science
Ásta - Lög af væntanlegri breiðskífu
Anna Þorvaldsdóttir - Aequilibria
Marianna Martines - Sinfónía í C-dúr
Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.
Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/13573/elja-sumartonleikar